Fágætir fornbílar á Egilsstöðum: Myndir

fornbilar_egs.jpg

Sextán verðmætir fornbílar voru meðal þess sem Norræna kom með að landi á Seyðisfirði í gærmorgun. Bílarnir standa nú á bílastæði Hótel Héraðs þar sem gestir og gangandi geta virt þá fyrri sér. Bílarnir eru flestir í eigu milljónamæringa sem taka þátt í hinu alþjóðlega L’Impérial Rally sem haldið er á Íslandi að þessu sinni.

 

Verðmætasti bíllinn í hópnum en Bentley Bluetrain en hann er metinn á um 200 milljónir króna. Sá er leðurklæddur að utan og fjaðrirnar klæddar gúmmíi.
 
Hópurinn kennir við sig við L’Impérial Rally. Hann fer í árlegar ferðir en hefur undanfarin ár heimsótt Portúgal, Kína, Suður-Afríku, Indland Hong Kong og keyrt frá Prag til Feneyja.

Eigendur bílanna koma til Íslands til að keyra þá. Hlut hópsins kemur til Egilsstaða með einkaþotum á sunnudagsmorgun. Þetta er alls 41 manns hópur með starfsmönnum sem leggja upp í ferðina um klukkan ellefu á sunnudag frá Egilsstöðum. Um hádegisbilið á hópurinn að koma til Fáskrúðsfjarðar þar sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar tekur á móti hópnum og hann snæðir á Café Sumarlínu.

Þaðan liggur leiðin áfram í gegnum Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Hvolsvöll vestur á Snæfellsnes en eftir um tíu daga verður hópurinn í Reykjavík.

Bílarnir hafa vakið mikla athygli heimamanna. Margir hafa gengið þangað í veðurblíðunni í gær og í dag og rúntarar hafa beygt niður á hótelplanið þar sem þeir standa. 


Þetta eru bílarnir:
 
AC Cobra
Aston DB 2/4
Américaine
Bentley 
Bugatti 57 C
DS Chapron cabriolet
Ferrari 250 GT
Ferrari 365 GTC 
Jaguar XK 140
Jaguar MK2
Jaguar MK2
Jeep Willys
Mercedes 300 SL
Mercedes 280 SE cabriolet
Mercedes 350 SL
Rolls Corniche
 
fornbilar_egs_0003.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpg
 
fornbilar_egs_0008.jpgfornbilar_egs_0010.jpgfornbilar_egs_0011.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs_0013.jpgfornbilar_egs_0014.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs_0040.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpgfornbilar_egs.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.