Framúrskarandi dansnemi frá Egilsstöðum

ester_sif_bjornsdottir.jpg
Ester Sif Björnsdóttir hefur hlotið inngöngu á listdansbraut Danslistarskóla JSB eftir erftt inntökupróf sem fór fram í Reykjavík. Þar dansaði Ester fyrir framan dómnefnd og kepptu þar tæplega 50 dansarar um helmingi færri pláss. Að inntökuprófum loknum var 30 efnilegum dönsurum boðið í viðtal og að lokum var aðeins 25 boðið pláss.

Ester hefur stundað dans hjá Dansstúdíói Emelíu, sem Emelía Antonsdóttir Crivello starfrækir á Egilsstöðum, frá 10 ára aldri ásamt því að taka þátt í danslistahóp vinnuskólans á Fljótsdalshéraði. Jafnframt hefur hún stundað fimleika með Hetti frá barnsaldri.

Ester var einnig boðið pláss á listdansbraut Klassíska listdansskólans, en hefur valið að sækja nám í Danslistarskóla JSB. Hún mun hefja dansnám sitt í Reykjavík þann 23.ágúst næstkomandi. Ester er fædd árið 1996 og var að ljúka námi við Grunnskólann á Egilsstöðum.

„Ljóst er að hér er um að ræða stór tímamót fyrir dansnemendur frá Fljótsdalshéraði“ segir í tilkynningu frá Dansstúdíói Emelíu.

Nám við listdansbraut Danslistarskóla JSB tekur mið af aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins varðandi kennslu og fagleg viðmið fyrir listdanskennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Framtíðarsýn JSB byggir á að skólinn hlúi jafnframt að sérstöðu sinni. Skólinn sérhæfir sig í jazz- og nútímadansi.

Þjálfunin byggir á klassískum grunni en undirstaða alls listdans er talinn vera klassískur ballett. Áhersla er lögð á dansinn sem leikhúsform. Lögð er áhersla á leikræna tjáningu samhliða dansþjálfuninni. Haldnar eru nemendasýningar í nemendaleikhúsi skólans árlega og við önnur hátíðleg tækifæri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.