Adolf Guðmundsson: Ekki auðvelt að standa í þessum sporum

adolf gudmundsson okt14Framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði segir það ekki auðvelda aðstöðu að tilkynna um að félagið hafi verið selt til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann merkir kvíða meðal starfsmanna en hluthafar hafi lagt á það áherslu að staðið yrði vörður um starfsemi á staðnum þótt félagið yrði selt. Hann telur að félaginu sé vel borgið í höndum nýrra eigenda.

Lesa meira

Trúnaðarmaður: Starfsfólkið er hrætt

runar gunnarsson brimbergTrúnaðarmaður starfsmanna hjá Brimbergi á Seyðisfirði segir starfsmenn uggandi um framtíð sína í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hafi annars staðar á landinu. Tækifæri felist hins vegar í því ef staðið verður við fyrirheit um áframhaldandi útgerð og vinnslu á staðnum.

Lesa meira

Jón Björn nýr formaður Austurbrúar: Verkefnin eru næg

austurbru stjorn sept14Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, var í dag kjörinn nýr formaður stjórnar Austurbrúar að loknum framhaldsaðalfundi stofnunarinnar. Fyrsta verk stjórnarinnar var að ráða Jónu Árnýju Þórðardóttur áfram sem framkvæmdastjóra til áramóta.

Lesa meira

Kviknaði í út frá rafkerfi dráttarvélar

vopnafjordur 2008 sumarBruni sem varð í vélaskemmu við Refsstað í Vopnafirði fyrir tveimur vikum hefur verið rakinn til bilunar í rafkerfi dráttarvélar sem stóð í skemmunni.

Lesa meira

Gunnþór Ingvason: Mikil ábyrgð sem fylgir kaupunum

gunnthor ingvason svn april14Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir hluthafa Gullbergs hafa lagt á það áherslu að útgerð og fiskvinnslu yrði haldið áfram á Seyðisfirði í viðræðum um kaup Síldarvinnslunnar á Gullbergi. Hann álítur að kaupsamningurinn endurspegli þær áherslur.

Lesa meira

Ætla að fækka póstburðardögum í dreifbýli úr fimm í þrjá

Posturinn nytt logoÍslandspóstur hefur óskað eftir að fækka póstburðardögum á 111 bæjum í dreifbýli við sex þéttbýlisstaði á Austfjörðum úr fimm í þrjá. Í umsókn póstsins segir meðal annars kostnaður við að þjónusta heimili í sveitum megi ekki verða óeðlilega hár.

Lesa meira

Vilhjálmur Jónsson: Væntum þess að kaupin styrki atvinnulífið

vilhjalmur jons sfk mai14Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, væntir þess að kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni Gullbergi og fiskvinnslufyrirtækinu Brimbergi efli atvinnulífið á staðnum. Hann telur það skipta máli að um fyrirtæki úr nágrannabyggð sé að ræða.

Lesa meira

Síldarvinnslan kaupir Gullberg UPPFÆRT

svn logoSíldarvinnslan hefur gengið frá kaupum á útgerðinni Gullbergi sem gerir út togarann Gullver og frystihúsinu Brimbergi á Seyðisfirði. Starfsfólk hefur verið boðað til fundar klukkan tíu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.