Landsbankinn: Útibússtjórinn á Egilsstöðum tekur við á Akureyri

arnar pall gudmundsson landsbankinnArnar Páll Guðmundsson, sem hefur verið útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum, hefur verið ráðinn útibússtjóri bankans á Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í morgun. Um leið hyggst bankinn efla fyrirtækjaþjónustu sína á Norðurlandi.

Arnar Páll hefur gengt starfi útibússtjóra Landsbankans á Egilsstöðum frá árinu 2007, en hann hefur starfað í bankanum frá árinu 1999 bæði í fyrirtækja- og einstaklingsþjónustu.

Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur vottun sem fjármálaráðgjafi frá Háskólanum í Reykjavík. Arnar Páll er kvæntur Einrúnu Ósk Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Arnar Páll er kominn til starfa á Akureyri.

Ágúst Arnórsson, aðstoðarútibússtjóri á Egilsstöðum, hefur tekið við umsjón útibúanna á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.