Áttatíu ára gamlir munur í húsvegg

„Ég ætlaði nú bara að fara upp og saga flísar sem ég er að vinna með en hugsaði að mig langaði að halda aðeins áfram að rífa það sem ég var var byrjaður á og það var þá sem ég fann þetta inn í vegg á miðhæðinni,“ segir Gunnar Viðar Þórarinsson, en hann fann 80 ára gamalt bréf og fleiri hluti inn í húsi sínu Brautarholti á Reyðarfirði í vikunni.

Lesa meira

Blak: Kvennaliðið í undanúrslit bikarkeppninnar

Kvennalið Þróttar tryggði sér sæti í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki með að leggja Völsung í gærkvöldi á Húsavík. Þróttur vann einnig deildarleik liðanna um helgina.

Lesa meira

Mótmæli í Berufirði: Bíðum eftir næstu skrefum stjórnvalda

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lauk fundi sínum í gær á brúnni yfir Berufjarðará með samþykkt ályktunar þar sem frestun vegabóta í firðinum er mótmælt. Á sjötta tug bifreiða var stopp við brúna á meðan mótmælum stóð þar í gær.

Lesa meira

„Djúpavogsbúar eiga það inni að vera brjálaðir“

Oddviti Djúpavogshrepps er æfur yfir að til standi að fresta framkvæmdum við Hringveginn í Berufirði enn eitt árið þótt verkefnið sé inni á samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í haust. Hann segir þingmenn hafa komist upp með að svara ekki hvernig þeir ætluðu að fjármagna loforð sem gefin voru fyrir kosningar.

Lesa meira

„Stúdentsprófið er bara eins og grunnskólapróf í dag“

„Stundum höfum við fengið til okkar gamla nemendur, sem selja mun betur en ókunnugir,“ segir Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, en Háskóladagurinn verður með opna kynningu í á morgun, miðvikudaginn 15. mars milli klukkan 11:00 og 13:00.

Lesa meira

Stjórn SSA: Gagnslaust kerfi við stjórnun samgöngumála

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) vill að samgönguráðherra kalli stjórnir landshlutasamtaka og þingmenn um land allt á sinn fund hið fyrsta til að fara yfir verklag við stjórnun samgöngumál á næstu árum.

Lesa meira

Andlát: Stefán Már Guðmundsson

Stefán Már Guðmundsson, framhaldsskólakennari og formaður Íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað lést í gær, 55 ára að aldri.

Lesa meira

„Þetta er algert lúxusvandamál“

„Það er bara allt fullt af börnum hjá okkur, sem er alveg dásamlegt,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en enn og aftur hefur verið auglýst eftir dagforeldrum til starfa í bænum.

Lesa meira

„Heilsa snýst ekki bara um hreyfingu og næringu“

„Verkefnið getur skipt töluverðu máli fyrir okkur í stóra samhenginu. Það gerir Seyðisfjörð m.a. að vænlegum kosti til að búa á, þar sem skilyrði til betra lífs eru fyrir hendi,“ segir Eva Björk Jónudóttir, þjóustufulltrúi Seyðisfjarðar, en Seyðisfjarðarkaupstaður og Embætti landlæknis undirrituðu samstarfssamning í gær um þátttöku kaupstaðarins í verkefninu Heilsueflandi samfélag.

Lesa meira

Bláa kirkjan á Seyðisfirði gul

„Við komust ekki til Reykjavíkur á málþing en getum vakið athygli á sjúkdómnum, sem margir vita ekki af, á þennan hátt,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hjá Seyðisfjarðarkaupstað, en þessa vikuna er bláa kirkjan á Seyðisfirði lýst upp með gulum lit í tengslum árveknisátak um Endo sjúkdóminn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.