Þrír GPS mælar komnir upp

Veðurstofan hefur lokið við að koma upp þremur GPS-mælitækjum í hlíðinni ofan sunnanverðs Seyðisfjarðar til að kanna jarðshreyfingar þar.

Lesa meira

SÍ leitar rekstraraðila fyrir Hulduhlíð og Uppsali

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa auglýst eftir viðræðum við aðila, fyrirtæki, félög eða stofnanir í þeim tilgangi að taka við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsölum á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Byggja sex íbúðir á Seyðisfirði

Bríet, leigufélag Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, mun láta byggja sex nýjar íbúðir á Seyðisfirði sem eiga að vera tilbúnar fyrir sumarið. Samkomulag þess efnis var undirritað í dag.

Lesa meira

Kröfur aukast um bætta vegþjónustu yfir Öxi

„Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur beint því til sveitarstjórnar Múlaþings að taka upp viðræður við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um bætta vegþjónustu á vetrum yfir Öxi umfram þá reglu sem í gildi er.“


Lesa meira

Nú eru 170 íbúar Austurlands fullbólusettir

Bólusetning Austlendinga verður fram haldið þessa vikuna á vegum HSA og nú eru 170 íbúar fullbólusettir. Gangi áætlanir eftir munu í vikulokin auk þess 265 hafa fengið fyrri sprautu af tveimur.

Lesa meira

Mast boðar breytingar hjá Fiskeldi Austfjarða

Matvælastofnun (Mast) hefur unnið tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði. Tillaga byggir á tilkynningu Fiskeldis Austfjarða frá 2020 og ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2021 um breytingu á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Fáskrúðsfirði.


Lesa meira

SVN gefur tæki til sjúkrahússins í Neskaupstað

Síldarvinnslan (SVN) hefur gefið Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað nýtt tæki til notkunar á endurhæfingadeild þess. Tækið er göngu- og hlaupabretti ekki ósvipað brettunum á líkamsræktarstöðvum en það er með mjög nákvæmum hraðastillingum og hentar vel við endurhæfingu margra sjúklinga.
 

Lesa meira

Ásmundur Einar: Strandar ekki á okkur ef þörf er á frekari aðgerðum

Í dag var undirritað samkomulag um að Bríet, leigufélag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, muni byggja sex íbúðir fyrir sumarið á Seyðisfirði. Félagsmálaráðherra segir byggingu húsanna aðeins fyrsta skrefið, fleiri áform séu til staðar til að styðja við uppbyggingu húsnæðis í bænum í kjölfar skriðufallanna í desember.

Lesa meira

Þórarinn Ingi vill sölu á öli/áfengi í minni brugghúsum

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar vill að smærri áfengisframleiðendur eins og t.d. brugghús á landsbyggðinni hafi heimild til smásölu á öli/áfengi á staðnum. Jafnframt verði þessum brugghúsum gefin afsláttur af áfengisgjöldum.

Lesa meira

Vinna við bráðavarnagarða gengur vel

Búið er að setja upp bráðavarnagarða ofan við Múla á Seyðisfirði og að mestu ofan við Botnahlíð. Bráðavarnagarðar við Nautaklauf klárast í vikunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar