Ráðherra segir loðnu gefa hátt í 20 milljarða

„Þessi ákvörðun er afrakstur umfangsmestu loðnuleitar seinni ári. Þetta er vissulega ekki mikið magn í sögulegu samhengi, en þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag enda útflutningsverðmæti upp á hátt í 20 milljarða,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

Japan og Hallormsstaður sameinast í sumarhúsi

Ævagömul japönsk aðferð var notuð til að meðhöndla utanhússklæðningu úr íslensku lerki sem nú prýðir nýtt sumarhús hér á landi. Um var að ræða lerkiklæðningu frá Hallormsstað. Aðferðin felst í því að brenna eða sóta yfirborð viðarins sem gefur honum sérstakt útlit. Kolað ysta lag viðarins verndar hann gegn veðrun.


Lesa meira

Skrifað undir kjarasamning milli AFLs, RSÍ og Alcoa Fjarðaáls

Nýr kjarasamningur milli AFLs Starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls var undirritaður í húsakynnum álversins á Reyðarfirði klukkan hálf tvö í dag. Formaður AFLs kveðst sátt með að samningar séu í höfn.

Lesa meira

Forsetahjónin heimsækja Seyðisfjörð

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda til Egilsstaða síðar í dag, fimmtudaginn 4. febrúar, og heimsækja Seyðisfjörð á morgun, föstudaginn 5. febrúar.

Lesa meira

Áfram góður gangur í hreinsun á Seyðisfirði

Hreinsunarstarf á Seyðisfirði er sem fyrr í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarða langt komin. Unnið er að stækkun á þró í Búðará og vinna við garða við Slippinn stendur yfir.

Lesa meira

Loðnukvótinn tvöfaldaður í 127 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði 127 300 tonn. Kemur sú ráðgjöf í stað þeirrar sem gefin var út 24. janúar 2021 og var 61.000 tonn. Byggir ráðgjöfin á summu tveggja leiðangra sem fóru fram seinni part janúar og gáfu mat á stærð hrygningarstofns loðnu upp á samtals 650 þúsund tonn.


Lesa meira

Síldarvinnslan á leið í kauphöllina

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu.

Lesa meira

Umferð dróst mest saman á Austurlandi

Umferðin á Hringveginum í janúar dróst mest saman á Austurlandi eða 13,5% miðað við sama mánuð í fyrra. Hinsvegar jókst umferðin í heild á Hringveginum milli ára í janúar.

 

Lesa meira

Forsetafrúin ánægð með viðtökur í Múlaþingi

Forsetafrúin Eliza Reid setti inn færslu á Facebooksíðu sína í gærkvöldi þar sem hún og Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands sjást með fríðum hópi fólks á Egilsstöðum. Hún er greinilega ánægð með viðtökurnar í heimsókn þeirra hjóna í Múlaþing.


Lesa meira

Slegist um loðnuna sem veiðist

Norska loðnuskipið Senior landaði 310 tonnum af loðnu hjá Eskju á Eskifirði í gærdag. Verðið sem fæst fyrir loðnuna er afar hátt þessa stundina en fyrsta loðnan sem norskt skip veiddi hér við fyrr í vikunni var selt á 145 kr. kílóið Í Noregi. Óhætt er að segja að slegist sé um loðnuna sem veiðist.


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.