Framboðslisti Viðreisnar birtur

Viðreisn hefur birt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september. Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og Fljótsdalshéraði, er í oddvitasætinu.

Lesa meira

Mygla fannst í Breiðabliki í Neskaupstað

Undanfarnar vikur hefur verkfræðistofan EFLA unnið að mælingum í húsnæði Breiðabliks í Neskaupstað vegna grunns um myglu. Niðurstöður mælinganna liggja ekki endanlega fyrir en ljóst er að mygla hefur fundist í einhverjum rýmum í húsinu.


Lesa meira

Framboðslisti Framsóknarflokksins staðfestur

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður frá Fáskrúðsfirði, verður í öðru sætinu.

Lesa meira

Vefsíða Vopnafjarðar aftur tilnefnd til verðlauna

Nýtt merki Vopna­fjarð­ar­hrepps er tilnefnt í flokki firma­merkja í ár hjá FÍT auk þess sem ný vefsíða sveit­ar­fé­lagsins hlaut tilnefn­ingu fyrir hönnun vefsvæð­isins. Þetta er í annað sinn sem vefsíðan er tilnefnd til verðlauna.

Lesa meira

Gera burðarþolsmat á Mjóafirði

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að óska eftir því við Hafrannsóknastofnun að gert verði burðarþolsmat á Mjóafirði með mögulegt fiskeldi í huga.

Lesa meira

Opnað til Mjóafjarðar

Tvo daga tók að ryðja í gegnum skafla á Mjóafjarðarheiði og opna leiðina þangað. Það tókst í gær.

Lesa meira

Vonbrigði með vinnuskólann á Djúpavogi

Heimastjórn Djúpavogs lýsir yfir vonbrigðum með breytingar á fyrirkomulagi vinnskóla á Djúpavogi á komandi sumri. Breytingar fela í sér nokkra skerðingu á vinnutíma miðað við fyrirkomulagið í fyrra.

Lesa meira

Góður gangur í gerð ofanflóðamannvirkja

Vinna við ofanflóðamannvirki í Neskaupstað neðan Urðarbotns og Sniðgils ganga vel og muna verða unnið áfram að framkvæmdum á svæðinu á næstu vikum. 

Lesa meira

Ríflega fjórðungur fengið bóluefni

Meira en einn af hverjum fjórum Austfirðingum er nú búinn í fyrri umferð bólusetningar gegn Covid-19. Yfir 700 skammtar af bóluefni voru gefnir eystra í þessari viku.

Lesa meira

Áskorun að afgreiða Norrænu sem hraðast

Við þurfum stöðugt að vera að þróa og bæta verklag til að sem hraðast gangi að afgreiða Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar þegar farþegum fjölgar á næstu vikum út af þeim takmörkunum sem eru á íslensku landamærunum vegna Covid-19 faraldursins. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.