Opnað til Mjóafjarðar

Tvo daga tók að ryðja í gegnum skafla á Mjóafjarðarheiði og opna leiðina þangað. Það tókst í gær.

Í frétt á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hæstu skaflarnir hafi verið 2,5 metrar á hæð. Það er þó minna en í fyrra þegar skaflarnir voru víða fimm metra háir og fjóra daga tók að ryðja hæðina.

Þá opnaðist vegurinn ekki fyrr en í maí og hafði verið meira og minna lokaður síðan í október, þótt snemma í desember hefði náðst að opna í stuttan tíma. Í vetur lokaðist vegurinn í byrjun desember en tíðarfarið hefur verið gott síðustu vikur.

Vegurinn er merktur þungfær og er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum en vonast er til að sólin verði fljót að bræða klakann sem liggur á honum. Þá er leiðin aðeins einbreið með útskotum en verður breikkuð næstu daga.

Rúmlega tíu manns búa í Mjóafirði yfir vetrartímann. Þá siglir ferja milli Brekkuþorps og Neskaupstaðar tvisvar í viku.

Mynd: Vegagerðin/Hafþór Ægisson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.