Gildi keypti fyrir 10 milljarða króna í SVN

Lífeyrissjóðurinn Gildi keypti hluti fyrir rétt tæpa 10 milljarða kr. í nýafstöðnu hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar (SVN). Þetta er um þriðjungur þess hlutafjár sem var í boði.


Lesa meira

Allt klárt fyrir framkvæmdir við Þverárvirkjun

Útlit er fyrir að framkvæmdir hefjist í vikunni við Þverárvirkjun í Vopnafirði en sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að gefa út framkvæmdaleyfi. Útlit er fyrir að leyfið verði gefið út í þessari viku og þá má byrja á verkinu.

Lesa meira

Kaldast í maí á Fjarðarheiði og Kárahnjúkum

Íbúar á Austurlandi hafa ekki farið varhluta af því að vorið hefur byrjað með kulda og leiðindaveðri. Fyrrihluti maí á landinu í heild er víðast sá næstkaldasti á öldinni. Kaldast hefur verið á Fjarðarheiði og Karahnújkum.


Lesa meira

Sóttkvíin byrjar um borð í Norrænu

Breytt fyrirkomulag þýðir að einstaklingar teljast komnir í sóttkví þegar þeir koma um borð í Norrænu og eru því skemur í sóttkví eftir komuna til landsins en áður. Vaxandi hlutfall þeirra sem koma með ferjunni þurfa ekki í neina sóttkví eftir komuna.

Lesa meira

AFL mótmælir gerræðislegri ákvörðun VMST

AFL Starfsgreinafélag mótmælir harðlega áformum Vinnumálastofnunar (VMST) um að flytja hluta af þjónustu við atvinnulausa sem sinnt hefur verið frá skrifstofu stofnunarinnar á Austurlandi – til Selfoss. 

Lesa meira

Garnaveiki í sauðfé greinist í Djúpavogshreppi

Fyrr á árinu var garnaveiki staðfest í kind á bæ í Suðurfjarðahólfi, nánar tiltekið á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi. Í því hólfi hefur garnaveiki greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðastliðin 10 ár. Bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf.


Lesa meira

Prjónaði Síldarvinnslupeysu með hjálp forrits

Kristín Guðmundsdóttir prjónakona í Neskaupstað hefur prjónað forláta Síldarvinnslupeysu, þ.e. peysu með merki og nafni félagsins. Hún segir að það hafi verið erfitt að... "telja út en ég fann forrit á netinu sem ég gat notað til að hjálpa til við það," segir hún.

Lesa meira

Eitt fallegasta hús Seyðisfjarðar er til sölu

„Ég veit ekki hvort það seldist um helgina því ég hef ekki heyrt í fasteignasalanum,“ segir Svandís Egiolsdóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla en hún setti hús sitt til sölu fyrir helgina. Húsið þykir eitt af fallegustu húsum Seyðisfjarðar en það stendur við Vesturveg 8.


Lesa meira

Matís fjárfestir í rannsóknaaðstöðu hjá SVN

Matís mun fjárfesta í tilraunabúnaði fyrir rannsóknaaðstöðu sem staðsett er í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar (SVN) í Neskaupstað. Þetta er hluti uppbyggingar Matís á starfsemi sinni út á landi í takt við áherslur Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.


Lesa meira

Þorsteinn ánægður með traustið í garð SVN

Stjórnarformaður Síldarvinnslunnar (SVN), Þorsteinn Már Baldvinsson, er afar þakklátur þeim áhuga sem hlutafjárútboði félagsins var sýndur. Hann segir að í reynd hafi áhuginn farið fram úr björtustu vonum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.