Ólafur Bragi vann fyrstu torfæru sumarsins

Ólafur Bragi Jónsson, akstursíþróttamaður úr Akstursíþróttaklúbbnum Start, fór með sigur af hólmi í flokki sérútbúinna bifreiða í fyrstu torfærukeppni sumarsins sem haldin var á Hellu um síðustu helgi.

Lesa meira

Fótbolti: Höttur/Huginn efstur að sinni

Höttur/Huginn er í efsta sæti þriðju deildar karla sem stendur en liðið vann Tindastól í gær 2-3. Bæði austfirsku liðin hófu keppni í annarri deild kvenna í gær.

Lesa meira

Hlutir fyrir nær 30 milljarða seldust í útboði SVN

Hlutir fyrir 29,7 milljarða kr. seldust í vel heppnuðu almennu hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar (SVN) sem lauk í gærdag. Eftirspurn eftir hlutunum reyndist tvöföld á við framboðið.


Lesa meira

55 milljónum úthlutað úr Hvatasjóði Seyðisfjarðar

55 milljónum var úthlutað til atvinnuuppbyggingar og samfélagslegra málefna úr Hvatasjóði Seyðisfjarðar á miðvikudag. Sjóðurinn er til þriggja ára og var komið á fót af ríkisstjórn Íslands, Múlaþingi og Austurbrú til að styðja við byggðalagið eftir skriðuföllin þar í desember.

Lesa meira

Gullver kom inn með 90 tonn eftir stuttan túr

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 90 tonn og uppistaða hans þorskur og ufsi. Skipið hafði verið í þrjá daga að veiðum.

Lesa meira

Vatnstruflanir í Neskaupstað í dag

Vegna viðgerðar á vatnsveitu í Neskaupstað má búast við vatnstruflunum í Norðfjarðarsveit og á iðnaðarsvæðinu í innbænum eitthvað fram eftir degi.

Lesa meira

Fyrsti skipstjóratúrinn var til Seyðisfjarðar

„Það gekk bara nokkuð vel. Við erum með um 60 tonn og aflinn er mest karfi og ufsi og svo er einnig dálítið af þorski og ýsu. Ég er nokkuð sáttur við minn fyrsta túr í skipstjórastóli," segir Jón Sigurgeirsson skipstjóri á Berg VE en hann landaði á Seyðisfirði í gærdag í jómfrúartúr sínum sem skipstjóri.


Lesa meira

Sláturhúsið fær sína eigin sýningu

Opnunarsýningin í endurnýjuðu Sláturhúsi næsta sumar gæti orðið mjög athyglisverð. Sýningin mun nefnilega byggja á minningum starfsmanna, um daglegt stúss Sláturhússins, árin 1958 til 2003 þegar það var og hét.

Lesa meira

Yfir 40% fengið bóluefni

Meira en 40% íbúa Austurlands, eða hátt á fimmta þúsund manns, hafa nú fengið bóluefni við Covid-19 veirunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.