Ríflega fjórðungur fengið bóluefni

Meira en einn af hverjum fjórum Austfirðingum er nú búinn í fyrri umferð bólusetningar gegn Covid-19. Yfir 700 skammtar af bóluefni voru gefnir eystra í þessari viku.

Að lokinni þessari viku teljast 9,72% eða 1059 manns fullbólusett en 2050 eða 18,82% hafa fengið sína fyrri sprautu, samkvæmt tölum af Boluefni.is.

Alls eru þetta 3109 einstaklingar eða 28,54% íbúafjöldans. Það eru fleiri en samanlagt búa á Egilsstöðum og Vopnafirði sem eru 3073 manns.

Í þessari viku var lögð áhersla á 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Lokið verður við að bólusetja 60 ára og eldri í fjórðungnum í næstu viku auk þess sem haldið verður áfram með aðra forgangshópa.

Von er á stórum sendingum af bóluefni til landsins eftir helgi en ekki fyllilega ljóst hvernig þeir dreifast þannig enn er að skýrast hve margir skammtar koma austur.

Samkvæmt nýjustu tölum af Covid.is er enginn með virkt smit á Austurlandi en tveir einstaklingar í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.