Smyril Line olli nokkrum titringi í síðustu viku þegar bréf frá þeim, með beiðni um viðræður um framtíðarviðkomustað ferjunnar Norrænu, barst stjórn Fjarðabyggðarhafna. Seyðfirðingar tóku tíðindunum eðlilega með lítilli gleði, en það eru heldur engin einróma húrrahróp í Fjarðabyggð.
Það var fyrir nokkrum árum að ágengur vélasölumaður að sunnan gekk á eftir gömlum bónda í Skriðdal og reyndi að pranga inn á hann glænýjum skítadreifara.
Austurbrú, sameinuð stoðstofnun á Austurlandi, er komin vel á legg og margt vel hæft fólk þar að vinna fjórðunginum mikið gagn. En eitthvað byrjaði karlpeningur hér eystra að tísta dimmum róm þegar nýjustu fréttir birtust af ráðningum til stofnunarinnar.
Eins og frægt er orðið gerði Mikael Torfason, ritstjóri Fréttablaðsins og skáld, þau klaufalegu mistök í leiðara í sumar að skrifa að tónlistarhátíðin Bræðslan væri haldin á Egilsstöðum en ekki Borgarfirði eystra.
Rögnvaldur Ragnarsson bóndi á Hrafnabjörgum IV í Jökulsárhlíð er ekki eins og aðrir menn. Sannast sagna þá er eiginlega dálítið langt frá því að hann bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir.
Þjóðin hefur ekki varið varhluta af æsispennandi leit sem nú stendur yfir að forsætisráðherra. Fáir hafa þó gengið jafn langt í þeirri leit og leikkonan Saga Garðarsdóttir.
Borgfirðingar hafa verið í sviðljósinu að undanförnu, ekki hvað síst eftir ítarlega umfjöllun Kastljóssins um uppganginn á staðnum. Sumt breytist þó aldri.
Þeir sem þekkja Hrafnkel Lárusson, fyrrverandi héraðsskjalavörð með meiru, vita að hjá honum sannast hið fornkveðna að oft ratast kjöftugum satt orð á munn.