Frambjóðendur eru þó mis uppteknir af útliti sínu. Á meðan sumir fara í „extreme makeover", kaupa dýr föt, sparsla upp í hrukkurnar og láta fagmenn mynda sig eru aðrir sem koma fullkomlega til dyranna eins og þeir eru klæddur. Jakkaföt er þannig vinnuklæðnaður margra stjórnmálamanna en það er ekki algilt.
Það er ýmislegt um að vera á Seyðisfirði þessa dagana. Leikfélag Seyðisfjarðar auglýsir nú til dæmis af miklum móð barnasýningu sína, „Villa og sjóræningjarnir“.
Hvernig nákvæmlega það gerðist að Borgfirðingarnir knáu í Já sæll ehf. ákváðu að þeir ætluðu sér í veitingabransann, er flestum sem til þekkja hulin ráðgáta.
Hljómsveitanöfn upprennandi rokksveita eru oft með hinu skrautlegasta móti. Júróvision-farinn Guðni Finnsson hóf feril sinn í hljómsveitinni Hálfur undir sæng og yfir var kynnt á svið í Músíktilraunum sveitin Mortus frá Keflavík. Sú kom reyndar frá Egilsstöðum.
Mikið álag á snjómokstursmenn ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni sem fylgst hefur með fréttum af Austurlandi síðustu vikur. Mokstursmenn eru ræstir út klukkan fimm á morgnana og eru allt að tuttugu tíma að í senn við að reyna að ryðja leiðirnar.
Heimur versnandi fer og börnum er ekki lengur kennd landafræði í skólum! Sérstaklega virðist ástandið slæmt á höfuðborgarsvæðinu, enda stundum erfitt að gægjast mikið út fyrir Ártúnsbrekkuna.
Það eru án efa margir starfsmenn leik- og grunnskóla sáttir við það í dag að hafa unnið af sér starfsdag, eða þá að hafa skipulagt ferð eða annað á þessum dýrðardegi.
Á tiltölulega skömmum tíma hefur Austurland orðið mun meira „cosmopolitan“ en menn hafa löngum átt að venjast. Þessi þróun hefur komið sumum í opna skjöldu.