Þráinn Lárusson veitingamaður á Hallormsstað hefur farið mikinn í rekstri sínum og staldrar hvergi við. Hótel hans á Hallormsstað er orðið eitt hið glæsilegasta á svæðinu og meðal annars er þar rekinn indverskur veitingastaður.
Jón Kristjánsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, er meðal þeirra sem teknir eru fyrir í bókinni Skagfirskar skemmtisögur sem kemur nú út fyrir jólin. Hann á enda ættir sínar að rekja til Skagafjarðar austan vatna, fæddur og uppalinn í Óslandshlíð.
Fátt er ungu fólki mikilvægara en að njóta stuðnings og skilnings við iðkun áhugamála sinna. Þó hefur borið á því að sumt sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur sé jafnvel litið hornauga og þeir sem eldri eru telji það beinlínis óæskilegt.
Pósturinn sendi í vikunni frá sér tilkynningu um að verið væri að „samræma staðsetningu" póstkassa í dreifbýli. Eitt af markmiðum þessa átaks er að flýta fyrir póstútburði og auka hagkvæmni.
Hluti af hinni umtöluðu hnattvæðingu er útbreiðsla ensk fótboltans. Hvar sem niður er komið, á kaffistofu, úti á götu eða á Facebook verður vart hjá því komist að heyra um hælsæri Rúnís eða útstæð augu Özils.
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að framboð á trúar- og lífsskoðunarfélögum hefur aukist gífurlega hér á landi á undanförnum árum. Nú virðist enn einn nýr valkostur hafa bæst í hópinn.
Væntanleg bygging nýs leikskóla í Neskaupstað hefur verið heitasta deilumálið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í haust. Málið er einnig heitt meðal íbúa í Neskaupstað þar sem menn skiptast í tvær fylkingar, þá sem vilja umferðargötuna niður fyrir leikskólann og þá sem telja það ekki hægt vegna kostnaðar.
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er eins og allir ættu að vita einnig landsbyggðarþingmaður sem lætur sér annt um heimahagana. Þetta kom berlega í ljós á atvinnuráðstefnunni Auðlindin Austurland, sem Austurbrú stóð fyrir á Hallormsstað fyrir skemmstu.