Fjarðabyggð á enn möguleika
Fjarðabyggð á enn möguleika á að halda sér í 1 deild karla en liðið er
ekki í fallsæti fyrir lokaumferðina. Brugðið getur til beggja vona.
Fjarðabyggð á enn möguleika á að halda sér í 1 deild karla en liðið er
ekki í fallsæti fyrir lokaumferðina. Brugðið getur til beggja vona.
Fjarðabyggð er enn í fallsæti í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 ósigur gegn Fjölni í Grafarvogi í gær. Leikmenn Fjarðabyggðar skoruðu sjálfsmark og brenndu af vítaspyrnu.
Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík sigraði í gærkvöldi í bikarkeppni UÍA og Launafls eftir æsilegan úrslitaleik gegn Boltafélagi Norðfjarðar. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslitin.
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar leikur á morgun sinn seinasta heimaleik í
sumar í 1. deild karla. Liðið verður að vinna Leikni Reykjavík til að
eiga möguleika á að halda sér í deildinni.
Hjálmar Jónsson, Akstursíþróttafélaginu START hefur verið valinn í
íslenska landsliðið í mótórkrossi. Bæði hann og yngri bróðir hans hafa
náð frábærum árangri á Íslandsmótinu í sumar.
Höttur á enn fjarlæga von um að komast upp í 1. deild karla í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar þegar liðið burstaði Hamar 5-0 á Egilsstöðum. Fyrirliðinn Stefán Þór Eyjólfsson skoraði þrennu, þar af tvö mörk beint úr aukaspyrnum.
Á Vilhjálmsvelli í kvöld verður haldinn styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal, knattspyrnumann frá Djúpavogi, sem í byrjun sumars greindist með illkynja æxli. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson verður á meðal leikmanna.
Atli Geir Sverrisson, Hetti, setti Íslandsmet í sleggjukasti á frjálsíþróttamóti sem UÍA hélt á Vilhjálmsvelli í seinustu viku. Atli Geir kastaði þar 2 kg sleggju 29,93 metra en hann keppir í flokki 11-12 ára. Hann átti sjálfur metið en hann kastaði 27,83 í lok júní.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.