Allar fréttir

Nokkur orð um snjalltæki og samfélagsmiðla

Fjarðabyggð hefur nú (mér vitanlega), fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi, tekið ákvörðun um að banna börnum að nota sín eigin snjalltæki á skólatíma. Nokkur umræða hefur verið um þetta bann og mig langar og fara í stuttu máli yfir rökin sem liggja því til grundvallar.

Lesa meira

„Ég veit ekki hvernig þetta gat gerst“

„Við ákváðum að prófa að setja auglýsingu á Facebook og biðja vini okkar í Danmörku að deila henni. Ég bjóst í mesta lagi við 200 deilingum, alls ekki þessu,“ segir María Hjálmarsdóttir sem hefur ekki undan við að fara yfir umsóknir eftir að hún og maðurinn hennar óskuðu eftir aupair. Auglýsingunni hefur nú verið deilt yfir 7000 sinnum og í morgun voru þau hjónin í viðtali á dönsku útvarpsstöðinni DR P4 vegna málsins.

Lesa meira

Hollvinasamtök safna fyrir hjartastuðtæki

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) eru að hefja söfnun fyrir hjartastuðtæki fyrir heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Markmiðið er að tækið verði komið fyrir lok árs.

Lesa meira

Sviptur ökuleyfi fyrir vítaverðan ölvunarakstur

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að sæta sviptingu ökuleyfis í tvö og hálft ár fyrir vítaverðan akstur undir áhrifum áfengis. Litlu mátti muna að maðurinn æki framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Lesa meira

„Það var ekki fjárskortur á heilsugæslunni í gær“

„Ég bara trúði þessu varla þegar ég sá þær storma þarna inn,“ segir ferðaþjónustubóndinn Sævar Guðjónsson á Eskifirði, um kind með tvö lömb sem rötuðu inn í húsnæði heilsugæslunnar á Eskifirði um miðjan dag í gær.

Lesa meira

Lægri gjaldskrár eða meiri þjónusta?

Meirihluti Fjarðalista og Framsóknarflokks í bæjarráði Fjarðabyggðar fellst ekki á tillögur Sjálfstæðisflokks um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2019. Flokkurinn vill lækka fasteignamatsstuðul, lækka gjaldskrá hitaveitu og fallið verði frá lækkunum á skólamáltíðum. Meirihlutinn segir markmið sitt að auka þjónustu við íbúa.

Lesa meira

„Prófastdæmið leggur mikla áherslu á æskulýðsstarf“

Landsmótið er stærsti árlegi viðburður kirkjunnar. Í ár voru þátttakendur um 300 talsins en oft hafa um 700 ungmenni tekið þátt,“ segir Sigríður Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, sem kom að vel heppnuðu landsmóti Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fór fram á Egilsstöðum í lok október.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar