Allar fréttir

Frumsköpunarkrafturinn kitlaður

„Á námskeiðunum eru þátttakendur leiddir inn í tónlistariðkun á þeirra eigin forsendum. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðin sem henta öllum áhugasömum og engar kröfur eru gerðar um grunnþekkingu í tónlist. Við hvetjum þátttakendur til að koma með sín eigin hljóðfæri af öllu tagi,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar, um námskeið í spuna og skapandi ferli verður heldið í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði næsta sunnudag.

Lesa meira

Vildu skora á staðalímynd áhrifavaldsins

Austfirsku frumkvöðlarnir Ásbjörn Þorsteinsson frá Eskifirði og Auðun Bragi Kjartansson frá Egilsstöðum halda úti síðunni WHO CAN SEE YOU, sem bæði er hönnunarmerki og stökkpallur fyrir áhugasama út í heim samfélagsmiðla.

Lesa meira

Stjórn veiða á sæbjúgum í klessu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að herða reglur um veiðar á sæbjúgum. Stór hluti þeirra er veiddur út fyrir Austfjörðum. Skipstjóri segir þar hafa verið stundaðar ólympískar veiðar í haust.

Lesa meira

„Kem heim til að þvo og halda jól“

Vopnfirðingurinn Sigurður Ólafsson hefur farið víða um heiminn eftir að hann komst á eftirlaun. Hann varð áttræður í ár en lét það ekki aftra sig frá því að fara í svifflug í Ölpunum og reglubundna ferð til Gambíu þangað sem hann heldur í sjöunda sinn í janúar.

Lesa meira

Hissa á að ekki væri lögð meiri áhersla á fjárhagsáætlun í stjórn HEF

Fulltrúi Héraðslistans í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) gagnrýnir að upplýsingar um fjárhagsáætlun fyrirtækisins á næsta ári hafi verið lagðar fram í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs áður en þær voru afgreidd af stjórn fyrirtækisins. Fulltrúar meirihlutans segir að fullt svigrúm gefist til að ræða áætlun á milli umræðna bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunáætlun sveitarfélagsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar