Allar fréttir

Tekur 40 ár að fullklára stórskipahöfn í Finnafirði

Gengið verður frá samkomulagi um stofnun tveggja hlutafélaga sem gegna lykilhlutverki við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði fyrir árslok. Talsmenn þýska fyrirtækisins Bremenports segja um langtímaverkefni með víðtækri uppbyggingu að ræða.

Lesa meira

27 á lista framúrskarandi fyrirtækja

27 fyrirtæki af Austurlandi eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi en listinn var kynntur í vikunni. Fimm nýliðar eru í hópnum.

Lesa meira

Er þrjóskari en andskotinn

„Ég hef gríðarlegar væntingar, þetta verður helgin sem allt getur gerst,“ segir Pjetur St. Arason, meðlimur í pönksveitinni DDT skordýraeitur stendur fyrir pönkhátíðinni „Orientu im culus – austur í rassgati“ sem haldin verður í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun, laugardag. Pjetur er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Skrifar um það sem honum er kærast

„Ég er fyrir löngu búinn að komast að því að ég þrífst ekki án þess að skapa eitthvað,“ segir Héraðsbúinn Stefán Bogi Sveinsson, sem fagnar nú útgáfu sinnar annarrar ljóðabókar sem ber heitið Ópus. Með bókinni fylgir hljóðdiskur þar sem höfundur les upp við undirleik Jónasar Sigurðssonar og Ómars Guðjónssonar.

Lesa meira

„Fólk þarf alls ekki að hræðast sameiningar“

Rauðakrossdeildin á Vopnafirði hefur nú sameinast við deildina Héraði og Borgarfirði eystra og ber nýja deildin nafnið Rauði krossinn í Múlasýslu. Formaður deildarinnar á Vopnafirði segir sameininguna efla báðar deildir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar