
Um Eskifjarðarbæ gengur nú út um allt undirskriftalisti þar sem beðið er um stuðning við forsetaframboð Guðmundar Ragnars Kristjánssonar frá Eskifirði. Austurglugginn hefur þær fréttir að þegar hafi um 70 undirskriftir safnast og að heimamenn séu auðfúsir að sýna framboði Guðmundar stuðning.