Lítill áhugi á stöðu sveitarstjóra
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. jan 2008 12:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Engin umsókn
hefur borist um stöðu sveitarstjóra á Borgarfirði eystri, sem auglýst var fyrr
í mánuðinum. Steinn Eiríksson, sem gengt hefur starfinu, hefur sagt því lausu
vegna mikilla anna í annarri vinnu.
„Þetta er ekki
starf á stað sem slegist er um,“ sagði Steinn í samtali við Austurgluggann í
vikunni. Hann útilokar þó ekki að umsóknir berist þar sem stutt er síðan staðan
var auglýst.