HSA rekur Helgafell
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. jan 2008 15:11 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Heilbrigðisstofnun
Austurlands hefur tekið við rekstri dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi.
Viðvarandi halli var á rekstri heimilisins og segir Björn Hafþór Guðmundsson, oddviti
Djúpavogshrepps, að erfitt hafi verið að verja hann öllu lengur. Í bókun
sveitarstjórnar segir gleðilegt að ákvörðun um að hreppurinn hætti rekstri
dvalarheimilisins hafi ekki leitt til að því yrði lokað.
Allir núverandi
starfsmenn sveitarfélagsins á Helgafelli hafa fengið endurráðningu. Yfirstjórn
færist í aðalstöðvar HSA. Opnunartími hefur verið lengdur. „Samskiptin við HSA
hafa verið góð og við höfum fulla trú á því að þessi lausn sé til frambúðar, en
ennþá vantar að bæta aðsókn að stofnuninni, en þar ættu HSA á ýmsan hátt að
vera hæg heimatökin,“ segir Björn Hafþór.