Skip to main content

Nýta ekki kælivatnið

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. feb 2008 11:37Uppfært 08. jan 2016 19:18

Fljótsdalshreppur ætlar ekki að nýta kælivatn af hverflum Fljótsdalsstöðvar. Hugmyndir voru uppi um að nýta vatnið til atvinnurekstrar. Verð á orkunni var ekki talin samkeppnishæfur kostur fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á að setja upp atvinnustarfsemi og kaupa orku.

Fljótsdalsstöð. Mynd: GG
Það sem skipti meðal annars máli var að hitastig kælivatnsins var lægra en í fyrri áætlunum og því dýrara að hita það upp með varmadælum eins til stóð.

 

„Sveitarfélagið fékk  sérfræðiaðstoð við að fara yfir áætlunardrög að framkvæmd og rekstri nýtingar kælivatnsins. Niðurstaða sérfræðingsins var borin saman við fyrri áætlanir og niðurstaða sveitarstjórnar var að því loknu að fjárhagsleg skuldbinding væri of mikil til að réttlætanlegt væri að ráðast í að ljúka framkvæmdinni og taka hana í notkun, ekki síst þar sem ekki hefur tekist að finna kaupanda að orkunni. Verð á orkunni var varla talinn samkeppnisverður kostur fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á setja upp atvinnustarfsemi og kaupa orku,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps.

 

Uppsetning kælikerfisins var gerð með þennan möguleika í huga. Ef orkuumhverfið breytist eða Fljótsdælingar telja sig þurfa á orkunni að allt opið fyrir nýtingu.