Ég byggði mér hús við hafið
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. feb 2008 17:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Á fréttavef Borgarfjarðar Eystri má sjá leifarnar af húsi Jónasar í JG Bílum sem fauk því sem næst á haf út á dögunum á Borgarfirði. Húsið var nýlegt og stóð rétt við hafið. Frétt Borgfirðinga er undir fyrirsögninni: Ég byggði mér hús við hafið, og hreppsnefndin sagði ókei.
En restin af fréttinni er svona: "Það var helvítis vindur og svona í dag. Húsið hans Jónasar sagði skilið við okkur og hélt á vit ævintýranna sem hinn víðfeðmi sær býr yfir, þó hann búi yfir hundrað hættum, kæri sonur."
Myndirnar má sjá á fréttasíðu Borgfirðinga
