Skip to main content
Matthías Tim Sigurðarson Rühl, formaður Rekstrarfélags Hattar og Todor við undirritun samningsins. Mynd: Höttur/Huginn

Todor Hristov nýr þjálfari Hattar/Hugins

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. okt 2025 08:43Uppfært 15. okt 2025 09:14

Todor Hristov hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Hattar/Hugins og yfirþjálfari yngri flokka Hattar. Hann þekkir vel til Austurlands eftir glæstan feril með Einherja.

Todor er fæddur í Búlgaríu og spilaði þar yfir 60 leiki í efstu deild. Hann var bikarmeistari með Beroe árið 2013 og á að baki leiki með bæði því liði og Levski Sofia í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Todor kom fyrst til Íslands árið 2014 og samdi þá við Víking. Hann spilaði átta leiki með liðinu í efstu deild það sumar. Sumarið eftir flutti hann sig austur á Vopnafjörð. Hann spilaði þar til ársins 2020 með framúrskarandi árangri, lék 112 leiki og skoraði í þeim 69 mörk.

Hann hætti að spila og fluttist til Vestmannaeyja þar sem honum bauðst að þjálfa yngri flokka. Hann varð síðan aðalþjálfari kvennaliðs ÍBV sumarið 2023 og þjálfaði KFS í fjórðu deild karla sumarið 2024.

Todor tekur við meistaraflokksstarfinu af þeim Björgvini Stefáni Péturssyni og Brynjari Árnasyni sem kusu að hætta í lok sumars. Höttur/Huginn féll úr annarri deild niður í þá þriðju.