Norðfjarðargöng: Byrjað að grafa göngin í vikunni

nordfjardargong 05112013 1 webGert er ráð fyrir að formlega verði byrjað að grafa ný Norðfjarðargöng síðar í þessari viku. Vinna hefur gengið vel síðustu vikur og flest tæki og tól sem verktakinn þarf að verða komin á svæðið.

Lesa meira

Fyrsti báturinn afhentur frá Rán Bátasmiðju í morgun

batasmidjan ranFyrsti báturinn sem smíðaður er af Rán Bátasmiðju á Djúpavogi, sem tók tók til starfa fyrir tveimur árum, var í morgun afhentur Fiskeldi Austfjarða og verður notaður sem þjónustubátur við fiskeldi fyrirtækisins í Berufirði. 

Lesa meira

Rostungaárið mikla: Einn enn heimsótti Mjóafjörð

rostungur mjoifjordur albert geirs webAldir eru síðan jafn margir rostungar heimsóttu Ísland og gert hafa í ár. Fimmta dýrið sást í Mjóafirði fyrir skemmstu og sá sem fyrstur mætti til Reyðarfjarðar í júní hefur nánast haldið til við landið síðan.

Lesa meira

Bjarga fólki frekar en farartækjum: Björgunarsveitir geta ekki dregið bíla á hverjum degi

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webAustfirskar björgunarsveitir hyggjast leggja áherslu á að bjarga fólki frekar en farartækjum þegar þær eru kallaðar út til aðstoðar ferðalöngum í erfiðri færð. Tíðni útkalla er orðin slík að sveitirnar hafa vart lengur bolmagn til að svara þeim auk þess sem þær eru illa tryggðar fyrir tjóni sem orðið getur við björgun fararækja.

Lesa meira

Fljótsdalshérað keypti reiðhöll á uppboði: Gjörningur sem skýtur skökku við á sparnaðartímum?

reidholl idavollumFulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshérað hafa áhyggjur af forgangsröðun í útgjöldum sveitarfélagsins í ljósi kaupa þess á reiðhöllinni á Iðavöllum á rúmar tuttugu milljónir fyrir skemmstu. Bæði þeir og fulltrúar úr meirihluta hafa áhyggjur af fjármögnun reksturs hallarinnar til framtíðarinnar. Forsvarsmenn meirihlutans saka ríkið um að hafa svikið loforð um stuðning við höllina og að rétt sé að styðja við starf hestamanna eins og annað íþróttastarf.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.