Fyrsti báturinn afhentur frá Rán Bátasmiðju í morgun

batasmidjan ranFyrsti báturinn sem smíðaður er af Rán Bátasmiðju á Djúpavogi, sem tók tók til starfa fyrir tveimur árum, var í morgun afhentur Fiskeldi Austfjarða og verður notaður sem þjónustubátur við fiskeldi fyrirtækisins í Berufirði. 
„Þetta er fyrsti báturinn sem við seljum hér á landi. Við erum síðan með annan bát sem er í smíðum inni í verksmiðju og hann hefur verið seldur suður," segir Vilhjálmur Benediktsson, einn af stofnendum bátasmiðjunnar.

Báturinn, sem ber nafnið Fenrir 650, er 6,5 metrar á lengd, kostar um sex milljónir króna og var í um þrjá mánuði í smíðum. Þetta er rörabátur úr PE plasti sem notaðir eru víða í Evrópu en þeir hafa ekki áður verið framleiddir hérlendis á skipulagðan hátt.

„Bæði röraramminn og botninn eru úr PE plasti. Það hefur gríðarlegt slakþol og mikla seiglu sem þýðir að það er nánast ómögulegt að gata það. Það brotnar ekki við högg og þolir mikla og harða níðslu.

Þessir bátar eru þekktir víða erlendis. Í Noregi eru til dæmis starfandi tvær bátasmiður og menn framleiða þá víða um Evrópu.

Hérlendis hafa svona bátar verið smíðaðir af og til í bílskúrum en aldrei í neinu magni. Þeir henta vel í grófari vinnu en einnig sem sportbátar."

Rán var stofnuð fyrir tveimur árum og smíðaði fyrst sýningarbát og í hönnun hjá bátasmiðjunni nú er tólf metra bátur. „Það er aukin eftirspurn hjá ferðamannaiðnaðinum eftir bátum í skoðunarferðir."

Vilhjálmur segir menn hafa þreifað fyrir sér með sölu á erlendum mörkuðum, einkum í Noregi. Engin pöntun hefur þó enn borist þaðan enda samkeppnin hörð.

Á meðan smíði báts stendur starfa fjórir starfsmenn hjá bátasmiðjunni. Vilhjálmur rekur einnig fyrirtæki í Noregi sem undanfarin ellefu ár hefur þjónustað laxeldi. Hann segist hafa notað tekjurnar úr því til að fjármagna Rán í fyrstu.

Hann hafi hins vegar valið bátasmiðjunni stað á Djúpavogi því hann hafi langað að hjálpa byggðarlaginu.

„Ég hef ekki búið á Djúpavogi síðustu 25 ár en byggðarlagið togar í mann þegar maður fer að eldast. Mig langaði að koma að stað einhverju atvinnulega. Maður hefur séð atvinnutækifæri vera hirt af byggðarlögum út á landi en þau einnig látið hirða þau af sér."

fenrir batasmidjan ran web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.