Rithöfundur frá Borgarfirði gefur út gamansögu um ástir á elliheimili

braedraborg ingunn sigmarsIngunn Vigdís Sigmarsdóttir, frá Borgarfirði eystri, sendir á næstunni frá sér skáldsöguna Bræðraborg. Höfundurinn segist hafa viljað leggja áherslu á gamansamar sögur úr hversdagslífinu.

Inginn er fædd á Borgarfirði en hefur lengst af búið á Norðurlandi. Hún starfar sem grunnskólakennari á Akureyri og gefur bókina út sjálf.

Bræðraborg er elliheimili í litlu þorpi út á landi þar sem mannlífið blómstrar. „Bókin fjallar á gamansaman hátt um eldri borgara í þorpi og sveit og ekki síst vistmenn og starfsfólk á elliheimili,“ segir Ingunn.

Á elliheimilinu gengur á ýmsu og óvæntar uppákomur eiga sér stað. Bæði er sagt frá ástum og ævintýrum vistmanna og starfsmanna.

„Mér finnst full þörf á bókum af þessu tagi þar sem morð og misþyrmingar eru fjarri en hversdagsævintýrin fá að njóta sín. Húmorinn er léttur en umfjöllunarefnið sammannlegt.

Ást og erótík, neyðarlegar uppákomur, kynlegir kvistir,togstreita milli ástar á æskustöðvunum og annars konar ástar, allt kemur þetta ásamt fleiru við sögu í bókinni.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.