Jens Garðar býður sig fram til formanns nýrra landssamtaka í sjávarútvegi

jens gardar stfj mai14Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns á sameiginlegum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn verður í lok mánaðarins. Fyrir fundinum liggur tillaga um sameiningu samtakanna.

Lesa meira

Hvasst á Seyðisfirði: Hurð af Þórshamri fauk út á sjó

thorshamar ovedur 21102014 omarbBjörgunarsveitarmenn úr Ísólfi á Seyðisfirði komu til hjálpar á ellefta tímanum í morgun þegar hurð á suðurgafli hússins Þórshamars fauk upp. Bálhvasst hefur verið á Seyðisfirði í nótt og í morgun.

Lesa meira

Þrír lemstraðir eftir bílslys á Fagradal

logreglanÞrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Fagradal á föstudagskvöld, þar af var einn sendur á Akureyri með sjúkraflugi. 

Lesa meira

Rjúpnaveiðin að hefjast á föstudag

rjupaÁ föstudaginn hefst rjúpnaveiðitímabilið. Það stendur í 12 daga þar sem veiða má þrjá daga í senn frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla dagana og mikilvægt að huga vel að því við undirbúning.

Lesa meira

Tvær rútur út af á Fagradal í hálku

logreglanTvær rútur fuku út af veginum yfir Fagradal í morgun. Nokkur óhöpp hafa orðið í mikilli hálku á Austfjörðum í morgun og í gær en ekki hafa orðið slys á fólki.

Lesa meira

Gröftur Norðfjarðarganga hálfnaður

oktober 20102014 1 webFimmtíu prósenta markinu var náð um helgina, þegar verktaki Norðfjarðarganga var búinn að sprengja rúm 50% gangaleiðarinnar. Gröfturinn hefur alla jafna gengið vel, ef undan eru skilin tvö stór setbergslög Eskifjarðarmegin, sem hafa tafið framvinduna nokkuð.

Lesa meira

Andlát: Inga Rósa Þórðardóttir

inga rosa thordardottirInga Rósa Þórðardóttir, fyrrum deildarstjóri Svæðisútvarps Austurlands, lést á Landspítalanum í Reykjavík á fimmtudag.

Lesa meira

Hvalreki í Breiðdal: Virðist vera í andarslitrunum

burhveli bdalsvik hh 17102014Þrettán metra búrhval rak á land í fjörunni innan við Snæhvamm í Breiðdal í morgun. Það er með lífsmarki en líffræðingar telja það vera að drepast. Sjaldgæft er að lifandi búrhveli reki á land.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar