Styrkirnir eru hvetjandi og efla starfsemi félaganna

„Ég tel að styrkir sem þessir séu hvetjandi fyrir þá sem standa að sjálfboðaliðsstarfi sem oft tekur mestan frítíma þessa fólks,“ segir Vilhjálmur G. Pálsson, forstöðumaður Sparisjóðs Austurlands, en sjóðurinn afhenti alls 4,1 milljón í samfélagsstyrki fyrir stuttu.

Lesa meira

Gjafir vinsamlegast afþakkaðar í úrslitaþætti Útsvars

RÚV vill ekki að liðin sem keppa í úrslitaþætti Útsvars í kvöld skiptist á gjöfum í lok útsendingarinnar eins og venja hefur verið. Stuðningsaðilar og aðstandendur liðanna eru ósáttir við þá ákvörðum. Útsendingarstjóri segir úrslitaþáttinn frábrugðinn öðrum.

Lesa meira

Flugfélag Íslands verður Air Iceland Connect

Í morgun var tilkynnt á breytingu á nafni Flugfélags Íslands sem eftirleiðis heitir Air Iceland Connect. Tvöfalt nafnakerfi þótti valda ruglingi og ofan á varð að leggja íslenska nafninu vegna aukinna umsvifa í ferðamennsku og tengingu við systurfélagið Icelandair.

Lesa meira

Hússtjórnarskólinn hefði verið fullur í haust

Ekki verður boðið upp á nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur en skólinn hefur starfað samfellt frá árinu 1930. Menntamálaráðuneytið hefur dregið til baka fjárstuðning sinn þar sem skólinn telst ekki uppfylla lög og reglur sem gilda um framhaldsskóla í landinu. Formaður skólanefndar telur kröfur ráðuneytisins óljósar.

Lesa meira

Karna mun leiða Menningarstofu Fjarðabyggðar

Karna, eða Kristín Arna Sigurðardóttir, hefur verið ráðin til þess að veita Menningarstofu Fjarðabyggðar forstöðu og mun hún hefja störf í júlí.

Lesa meira

„Stefán Már var með hjarta úr gulli“

Marta Guðlaug Svavarsdóttir hlaut viðurkenninguna Gullhjartað, hvatningarverðlaun iðnnema, sem veitt voru í fyrsta skipti við brautskráningu nemenda frá Verkmenntaskóla Austurlands síðastliðinn laugardag.

Lesa meira

„Báðir leikskólarnir eru sprungnir“

„Á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 er tólf milljónum varið í hönnun viðbygginga við leikskólana á Eskifirði og Reyðarfirði en báðir skólarnir eru orðnir of litlir,“ segir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Áhrifavaldur heimsækir Austurland

Carlo Petrini stofnandi Slow Food og formaður samtakanna frá upphafi, heimsækir Austurland á miðvikudaginn og boða Austfirskar Krásir og Austurbrú til hádegisfundar í Havarí á Karlsstöðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.