Orkumálinn 2024

Gert við á morgun eftir hvassviðrið

Vegagerðin áformar að gera við vegi á Héraði sem skemmdust í óveðrinu í gær á morgun. Björgunarsveitir hjálpuðu fólki í vanda á Breiðdalsheiði og nóg var að gera hjá austfirskum veitingastöðum sem þurftu að sinna ferðamönnum sem voru strand.

Lesa meira

50 manna rúta fauk út af við Svartfell

Rúta með fimmtíu farþegum fauk út af veginum við Svartfell á Möðrudalsöræfum í hádeginu og tvær aðrar minni lentu í árekstri. Engin slys urðu á fólki og eru björgunarsveitir að ferja fólkið af slysstað.

Lesa meira

Birgir ráðinn skólastjóri á Eskifirði

Birgir Jónsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, hefur verið ráðinn skólastjóri Eskifjarðarskóla frá og með næsta skólaári. Hilmar Sigurjónsson lætur þá af störfum eftir að hafa stýrt skólanum frá árinu 1996.

Lesa meira

„Kveikja fyrir þá sem vilja vita meira um Austurland“

„Þetta er allt annað en fréttasíða, við erum að skrásetja lífið okkar hér á Austurlandi,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um heimasíðuna Austurland.is sem opnuð var á dögunum.

Lesa meira

Hafsteinn tilnefndur til barnabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hafsteinn Hafsteinsson, rithöfundur og myndskreytir í Neskaupstað, var í morgun tilnefndur til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bók sína Enginn sá hundinn sem kom út fyrir síðustu jól. Honum er efst í huga þakklæti til þeirra sem studdu hann við gerð bókarinnar.

Lesa meira

Klæðningin fauk af í Fellum

Klæðning hefur fokið af á um 20 metra kafla á veginum milli Teigabóls og Skeggjastaða í Fellum. Bálhvasst er víða á Austurlandi.

Lesa meira

Stormur á Austurlandi: Leiðinni norður lokað

Vegagerðin hefur lokað veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi um óákveðinn tíma. Meðalvindur þar er milli 20 og 30 metrar á sekúndu og vex heldur.

Lesa meira

Tíu karlar sóttu um starf sviðsstjóra veitusviðs

Enginn kona er meðal tíu umsækjenda um starf sviðsstjóra veitusviðs hjá Fjarðabyggð. Starfið er nýtt og mun sviðsstjórinn bera ábyrgð á stjórnun og starfsemi vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.