Tekið á móti Frigg W í Mjóeyrarhöfn – Myndir

Tekið var formlega á móti fyrsta af fjórum nýjum fragtskipum Cargo W í Mjóeyrarhöfn á sunnudag. Forsvarsmenn skipafélagsins boða samkeppi í flutningum til og frá Austfjörðum.

Lesa meira

Vill gera kynjafræði að skyldunámsgrein

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna úr Neskaupstað, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að kynjafræði verði skyldufag á ölum námsgreinum. Hún telur mikilvægt að vinna gegn úreltum hugmyndum um að eðli og hlutverk karla og kvenna séu ólík.

Lesa meira

„Endurheimt votlendis er stórt loftlagsmál“

Fyrstu skóflustungurnar í endurheimt votlendis í Reyðarfirði voru teknar í gær, en á næstu tveimur árum er áætlað að endurheimta 60 hektara lands sem hefur verið framræst með skurðum. Talið er að allt að 70% af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi komi frá framræstu og röskuðu votlendi og er aðgerðin því mikilvægur hlekkur í því að minnka losun gróðhúsaloftegunda og auka útivistargildi svæða.

Lesa meira

„Staðastaður er kraftmikill og sögufrægur staður“

„Það er spennandi og ögrandi verkefni að takast á við þjónustuna innan kirkjunnar,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, sem skipaður hefur verið í embætti sóknarprests Staðastaðarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi.

Lesa meira

„Við vorum með kollana fulla af nýstárlegum hugmyndum“

„Ég hafði ekki grænan grun hvernig svona hlutir færu fram þar til núna,“ segir Rebekka Rut Svansdóttir, nemi á nýsköpunar- og tæknibraut við VA, sem tók ásamt samnemendum sínum þátt í Vörumessu Ungra frumkvöðla fyrr í þessum mánuði.

Lesa meira

Þolir ekki að fara á söfn þar sem stendur; má ekki snerta

„Manni finnst maður vera öðruvísi á einhvern hátt,“ segir Seyðfirðingurinn Aron Fannar Skarphéðisson, sem í samvinnu við forvarnarfulltrúa staðarins býður bæjarbúum nú innsýn í heim einhverfs einstaklings.

Lesa meira

„Það vantar alltaf eitthvað“

„Það blasir við að heilbrigðisþjónustan er mjög vanbúin tækjum og tólum en það virðist alltaf vanta fjármagn í þetta kerfi,“ segir Hjálmar Jóelsson, fráfarandi formaður Hollvinasamtaka heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF), sem afhentu Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) formlega gjafir fyrir tíu og hálfa milljón króna á aðalfundi sínum í liðinni viku.

Lesa meira

„Þetta verður bylting fyrir íþróttalíf í sveitarfélaginu“

„Ég er einstaklega ánægður með að hönnunin sé komin í gang,“ segir Davíð Þór Sigurðarson, formaður íþróttafélagsins Hattar, en skrifað var undir samninga vegna hönnunar og verkefnastjórnunar á nýrri viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum á dögunum. Sefnt að því að húsið verði tekið í notkun árið 2020.

Lesa meira

200 milljóna hagnaður hjá Fljótsdalshéraði

200 milljóna hagnaður varð af rekstri sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á síðasta ári. Reksturinn er heilt yfir heilbrigður en afborganir af skuldum taka í.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar