Ragnar Sigurðsson: Útilokum ekkert í meirihlutaviðræðum

Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, segist ekki hafa átt von á að meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðalista yrði slitið vegna deilna út af ákvörðun um skólamál á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ræða stöðuna í dag en Ragnar segir ekkert útilokað þegar kemur að myndun nýs meirihluta.

Lesa meira

Framsóknarflokkurinn slítur meirihlutasamstarfinu í Fjarðabyggð

Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tilkynnti í kvöld að ákveðið hefði verið að slíta meirihlutasamstarfi hans og Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna trúnaðarbrests. Framsóknarflokkurinn hefur á morgun viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun nýs meirihluta.

Lesa meira

Nýtt skipurit Fjarðabyggðar samþykkt

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á aukafundi sínum í gær nýtt skipurit sveitarfélagsins. Því er meðal annars ætlað að bregðast við athugasemdum sem komu fram í nýlegri stjórnsýsluúttekt.

Lesa meira

Leggja fram matsáætlun vegna umhverfismats Gilsárvirkjunar

Í kjölfar þess að Skipulagsstofun úrskurðaði í byrjun árs að bygging Gilsárvirkjunar í Eiðaþinghá skyldi háð formlegu mati á umhverfisáhrifum hefur framkvæmdaraðilinn nú skilað inn áætlun um hvernig standa eigi að málum.

Lesa meira

Tvær milljónir til menningarverkefna í Fjarðabyggð

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar hefur samþykkt styrkveitingar til þrettán menningarverkefna á árinu en upphæð styrkjanna í heild að þessu sinni nemur tveimur milljónum króna.

Lesa meira

Múlinn stækkar um rúmlega 600 fermetra

Tveggja hæða sex hundruð fermetra viðbót bætist við samvinnuhúsið Múlann í Neskaupstað á árinu gangi áætlanir eftir. Samningar eru langt komnir um útleigu stórs hluta viðbyggingarinnar.

Lesa meira

Samkeppniseftirlitið kannar tengsl Síldarvinnslunnar og Samherja

Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort líta beri á Samherja og Síldarvinnsluna í Neskaupstað sem eitt og sama félagið. Eftirlitið ákvað að gera þetta eftir að Síldarvinnslan keypti sig inn í sölufélag Samherja, Ice Fresh Seafood.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.