Týr kemur á Eskifjörð í fyrramálið

Rúmlega 109 kíló af fíkniefnum voru haldlögð af lögreglu í stóra smyglmálinu. Um er að ræða marijúana, hass, amfetamín og nokkur þúsund e-töflur. Fimm Íslendingar og einn Hollendingur hafa verið handteknir í tengslum við málið. Þetta er eitt alstærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp á Íslandi. Reiknað er með að varðskipið Týr komi með smyglskútuna í höfn á Eskifirði í fyrramálið.

tr_r_myndasafni_gslunnar.jpg

Deilt um loftnet og rafmengun

Áhrif fjarskiptamastra á Selhæð og Brúarásskóla og rafmengun í fjárhúsum hefur talsvert verið rædd á Fljótsdalshéraði undanfarna mánuði.

 

Lesa meira

Umhverfisráðherra væntanlegur í dag

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag um kl. 16:45. Gestastofan verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum.Við þetta tækifæri mun umhverfisráðherra jafnframt undirrita reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til norðurs og verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum.

skriduklaustur1vefur.jpg

Lesa meira

Helgi kjörinn í stjórn ÍSÍ

Helgi Sigurðsson, formaður íþróttafélagsins Hattar, var í gær kjörinn í stjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi sem haldið var í Reykjavík.

 

Lesa meira

Ferðafagnaður laugardaginn 18. apríl

Það stefnir í góða þátttöku í Ferðafagnaði á Austurlandi og heimamönnum og gestum standa fjölþættir og forvitnilegir viðburðir til boða um allan fjórðung. Ferðafagnaður, kynningar- og hátíðisdagur íslenskrar ferðaþjónustu er næstkomandi laugardag. Austfirðingar eru hvattir til að kynna sér á vefjunum á www.ferdafagnadur.is og www.east.is hvað austfirsk ferðaþjónusta býður þeim að skoða og njóta.

lomundarfjrur_thomas_skov.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð efst í deildarbikarnum

Fjarðabyggð er efst í B riðli 2. deildar karla í Lengjubikarnum, svokölluðum Austurlandsriðli. Höttur er í 2. sæti og á leik til góða.

 

Lesa meira

Fylgi Sjálfstæðimanna dalar í NA

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (VG) nýtur 28% fylgis í Norðausturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir RÚV og Morgunblaðið. Þar á eftir koma Framsóknarflokkur með 25,6%, Samfylkingin með 21,3%, Sjálfstæðisflokkur með 20%, Borgarahreyfingin 2,8%, Frjálslyndi flokkurinn 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,5%.

fylgi_16_aprl.jpg

Lesa meira

Kjósendur hafa úr sjö framboðum að velja

Sjö framboð og flokkar hafa skilað inn framboðslistum og meðmælendum í Norðausturkjördæmi. Framboðsfrestur er runninn út. Framboðin eru Borgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Lýðræðishreyfingin, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð.

mynd_0476961.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.