Helgi kjörinn í stjórn ÍSÍ

Helgi Sigurðsson, formaður íþróttafélagsins Hattar, var í gær kjörinn í stjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi sem haldið var í Reykjavík.

 

ImageHelgi fékk 208 atkvæði í kjörinu og fór sem tíundi og seinasti maður inn í stjórn. Ellefu voru í framboði til aðalstjórnar og fékk sá seinasti, Þorgrímur Þráinsson sem síðan var kjörinn í varastjórn, 194 atkvæði. Átta af tíu aðalstjórnarmönnum sem gáfu kost á sér til endurkjörs fengu mjög góða kosningu. Helgi er yngsti stjórnarmaðurinn og sá seini sem býr utan höfuðborgarsvæðisins.

Helgi er fæddur árið 1972 og alinn upp á Selfossi. Hann hefur starfað sem tannlæknir, fyrst á Selfossi í eitt ár en síðan á Egilsstöðum og Seyðisfirði, eftir að hann útskrifaðist frá Tannlæknaháskólanum í Björgvin í Noregi árið 1998. Hann hefur sýnt margvíslegum félagsstörfum, sat í stjórn knattspyrnudeildar Selfoss 1999-200 og verið formaður Hattar frá árinu 2002. Helgi hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs og situr nú í skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins. Kona Helga er Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og fimleikafrumkvöðull.

Helgi var einn fjögurra fulltrúa UÍA á þinginu.

Mynd: Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, óskaði Helga til hamingju með kosninguna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.