Fjarðabyggð efst í deildarbikarnum

Fjarðabyggð er efst í B riðli 2. deildar karla í Lengjubikarnum, svokölluðum Austurlandsriðli. Höttur er í 2. sæti og á leik til góða.

 

ImageLiðin gerðu 1-1 jafntefli þegar þau mættust í Fjarðabyggðarhöllinni fyrr í mánuðinum. Grétar Örn Ómarsson kom Fjarðabyggð yfir en Viðar Örn Hafsteinsson jafnaði fyrir Hött í uppbótartíma. Á skírdag vann Fjarðabyggð Leikni F. 3-0. Andri Hjörvar Albertsson, Ágúst Örn Árnason og Haraldur Bergvinsson skorðu mörk Fjarðabyggðar.
Áður höfðu Leiknismenn tapað 5-3 fyrir Magna. Vilberg Marinó Jónasson, Björgvin Stefán Pétursson og Hilmar Freyr Bjartþórsson skoruðu mörk Leiknis.
Á föstudaginn langa vann Höttur Huginn 4-1 á Fellavelli. Vilmar Freyr Sævarsson skoraði tvö mörk fyrir Hött en Jóhann Klausen og Anton Ástvaldsson sitt markið hvor. Birgir Hákon Jóhannsson skoraði mark Hugins.
Úrslitum í leik Fjarðabyggðar og Völsungs hefur verið breytt í tvígang. Fjarðabyggð vann leikinn 1-2 en var síðan dæmdur 0-3 sigur þar sem ólöglegur maður hefði verið á skýrslu Völsungs. Eftir áfrýjun voru upphaflegu úrslitin látin standa þar sem ólöglegi maðurinn sat allan tímann á varamannabekk Húsvíkinga og hafði því ekki áhrif á leikinn.
Tveir leikir verða í keppninni um helgina. Huginn tekur á móti Magna í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag og Höttur heimsækir Völsung í Bogann á sunnudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.