Víglundur Páll hættur með Fjarðabyggð

Víglundur Páll Einarsson þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnu hefur sagt starfi sínu lausu. Liðið féll úr fyrstu deildinni um síðustu helgi.


Víglundur tilkynnir ákvörðun sína og segir frá ástæðum hennar í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook sem hann birti í dag.

Víglundur tók við starfinu í fyrra eftir að hafa þjálfað Einherja í þrjú ár. Hann segist hafa vitað að starfið væri krefjandi en um leið spennandi.

Ákveðið hafi verið að byggja liðið meira upp á heimamönnum en gert hafi verið undanfarin ár. „Það tókst. Ég tel það vera jákvæða þróun.“

Framan af sumri hafi liðið spilað vel og veitt andstæðingum sínum verðuga samkeppni. Þegar Íslandsmótið var hálfanað virtist staðan góð en þá tók að síga á ógæfuhliðina. 

Ákveðið var að senda þrjá erlenda leikmenn heim „þar sem þeir stóðu sig ekki innan né utan vallar.“ Á sama tíma fóru fjórir leikmenn erlendis í nám og enn aðrir í frí. Ekki bætti úr skák að aðalmarkvörður liðsins illa í fyrsta leik seinni umferðarinnar. „Við náðum að styrkja liðið með fjórum virkilega sterkum leikmönnum. En það var því miður ekki nóg.“

Þegar uppi er staðið náðist ekki aðalmarkmið sumarsins sem var að halda liðinu í deildinni enda vann liðið ekki leik seinni helming tímabilsisn. „Við náðum aldrei að slípa liðið saman. Enda erfitt þegar 10 leikmenn fluttu suður til að fara í skóla. Því fór sem fór. Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á liðinu og það er mitt hlutverk að hafa það klárt til keppni. Mér tókst ekki að ná þeim markmiðum sem við settum upp fyrir tímabilið og eru það gríðarleg vonbrigði.“

Við blandist síðan persónulegar ástæður sem valdi því að Víglundur ákveður að segja upp starfinu og flytja aftur til Vopnafjarðar. Hann kveðst þakklátur fyrir árið og samstarfið við leikmenn og aðra hjá Fjarðabyggð og Þrótti Neskaupstað. „Þið eruð mögnuð öll sem eitt.“

 Þá hefur Andri Þór Magnússon tilkynnt að hann ætli að roá á önnur mið. Andri var fyrirliði í síðasta leiknum gegn HK um helgina en hann á að baki 232 leiki fyrir Fjarðabyggð og hefur aldrei leikið fyrir annað félag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.