Tveir úr SKAUST á EM í bogfimi

Daníel Baldursson og Haraldur Gústafsson úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) kepptu í síðustu viku á Evrópumeistaramótinu í bogfimi innanhúss í Varazdin í Króatíu.

Bogfimisamband Íslands sendi á mótið sinn stærsta hóp til þesa, 34 keppendur og 11 lið.

Daníel keppti í flokki 21 árs og yngri og komst í útsláttarkeppnina í báðum tilfellum. Hann var í íslenska trissubogaliðinu sem tapaði fyrir Rúmeníu í átta liða úrslitum. Er það besti U-21 árs liðsins í þeirri keppni til þessa. Daníel var sleginn út í 32 manna úrslitum í einstaklingskeppni, einnig af rúmenskum keppanda.

Haraldur keppti í fullorðinsflokki. Hann féll einnig úr leik í 32 manna úrslitum í einstaklingskeppninni eftir að hafa tapað fyrir ítölskum keppanda. Þá var hann í sveigbogaliði karla sem tapaði gegn Ítölum í átta liða úrslitum.

Daníel Baldursson í keppni í Króatíu. Mynd: Bogfimisamband Íslands


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.