Styrktarmót: Herumót í blaki

blak_oldungamot_2010_0093_web.jpg
Herumótið í blaki verður haldið í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 1. desember. Mótið er til stuðnings Heru Ármannsdóttur sem hefur átt við erfið veikindi að stríða undanfarin ár. Hera hefur verið ötull drifkraftur í blaki á Austurlandi og vilja samherjar hennar sýna stuðning í verki með mótinu.

Mótið hefst klukkan 13.00. Mótsgjaldið er 2.000 kr. á keppanda og skal greiða það í upphafi móts í reiðufé. Bæði er hægt að skrá lið og einstaklinga.

Veitingasala verður á staðnum. Mótsgjöld og ágóði kaffisölu renna til Heru og fjölskyldu hennar.

Allir sem hafa gaman af skemmtilegu blaki eru hvattir til að skrá sig, eða koma og horfa, fá sér kaffi og meðlæti og skemmta sér.

Upplýsingar og skráning er hjá Elínborgu og Aðalsteini í síma: 8683178 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir miðnætti í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.