Stórgóður árangur á Íslandsmóti í fimleikum

hottur_fimleikar_mars13.jpg
Lið fimleikadeildar Hattar náðu góðum árangri á Íslandsmótsinu í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ í umsjá Stjörnunnar. Sex lið fóru frá deildinni með alls 59 keppendum.

Tvö lið hömpuðu Íslandsmeistaratitlum. Drengjaliðið í 3. flokk 11-12 ára og Höttur mix í 2. flokki 13.-15 ára. Þá varð lið Hattar í öðru sæti í opnum flokki 15 ára og eldri. 

Að auki varð A liðið í fimmta sæti í 3. flokk og B liðið þar í 10. sæti. Í 2. flokki varð kvennalið Hattar í níunda sæti.

Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari deildarinnar, segir árangurinn hafa komið á óvart eftir að reglurnar voru hertar síðasta haust. 

„Í dag er ein deild á Austurlandi og við hjá fimleikadeild Hattar gleðjumst á meðan við náum að fylgja liðum á Suðurlandi eftir þar sem aðstaða fimleikaiðkunar hjá okkur er ekki sú besta sem á er kosið.“

Elstu iðkendurnir voru lengur í Garðabæ og æftu tvisvar á mánudeginum eftir mót. Sérstök áhersla var lögð á stökk en stokkin voru stökk sem undirbúin höfðu verið mánuðum saman á æfingum eystra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.