Íþróttir helgarinnar: Blær efnir til kvennatölts

kvennatolt_blaer.jpg
Hestamennafélagið Blær á Norðfirði stendur fyrir kvennatölti á morgun. Kvennalið Þróttar í blaki heimsækir Stjörnuna. Á Eskfirði fer fram Hennýjarmót í sundi á sunnudag.

Kvennatölltið hefst í Dalahöllinni á morgun klukkan 14:00. Keppt er í þremur flokkum: Stelpuflokk 16 ára og yngri, opnum flokki vanra kvenna og opnum flokki óvanra kvenna.

Mótið er haldið til minningar um Halldóru Jónsdóttur hestakonu og rennur ágóði þess til góðgerðarmála.

Sunddeild Austra á Eskfirði stendur fyrir Hennýjarmóti til minningar um Þorbjörgu Henný Eiríksdóttur sem fórst af slysförum í fyrravetur, en Henný hefði orðið 19 ára þennan dag. Mótið var í fyrsta skipti haldið í fyrra. Mótið hefst klukkan 10:00.

Þá heimsækir Þróttur Stjörnuna í 1. deild kvenna í blaki. Þróttarliðið er efst í deildinni og ósigrað í vetur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.