Ragnar Pétursson: Ég er ekki búinn að semja við ÍBV

fotbolti_hottur_leiknir_0026_web.jpg
Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti, segir það ekki rétt að hann séu búinn að skrifa undir samning við ÍBV, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Samningur hans við Hött er hins vegar laus í lok árs.

Það voru knattspyrnumiðlarnir 433.is og Fótbolti.net sem fullyrtu í gær að félagaskipti Ragnars yfir í úrvalsdeildarfélagið væru frágengin. Því hafnar hann sjálfur.

„Þetta er ekki frágengið eins og sagt er í fréttinni,“ sagði Ragnar í samtali við Austurfrétt í dag. Samningur hans við Hött rennur út í lok árs en félagið fær uppeldisbætur fyrir hann kjósi hann að söðla um.

Ragnar, sem er 18 ára gamall, var einn besti leikmaður Hattar sem spilaði í fyrstu deild í sumar. Fleiri lið mun hafa sýnt honum áhuga samkvæmt heimildum Austurfréttar.

Þá munu lið úr fyrstu deildinni hafa sýnt Elvari Þór Ægissyni áhuga. Höttur féll úr deildinni í lok sumars.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.