„Okkur vantar enn sjálfboðaliða“

„Undirbúningur gengur með ágætum en það er alltaf margt sem unnið er síðustu tvo dagana,“ segir Hjördís Ólafsdóttir, mótsstjóri meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum (11-14 ára) sem haldið verður á Egilsstöðum um helgina.


Mótið verður haldið undir merkjum UÍA og Frjálsíþróttadeildar Hattar og er fyrir alla krakka á aldrinum 11-14 ára. Keppt verður í spretthlaupi, 600 m hlaupi, grindahlaupi, boðhlaupi, spjótkasti, kúluvarpi, langstökki, hástökki. Einnig verður keppt í þrístökki sem aukagrein þar sem mótið fer fram á Vilhjálmsvelli, velli þrístökkvarans.

Hjördís segir að von sé á fjölda keppenda og fylgdarfólks. „Alls eru 161 keppendur skráðir. Flestir koma frá HSK og þokkalegur fjöldi verður frá UÍA. Annars eru frjálsar íþróttir í lægð, það verður að segjast eins og er.“

„Veðrið virðist svo sannarlega ekki ætla að svíkja okkur“
Hjördís segir að mesta vinnan sé að manna stöður sjálfboðaliða við mót eins og þetta. „Það er erfiðast, en við þyrftum helst að rúlla um sextíu sjálfboðaliðum í gegn um helgina til þess að vera ekki alltaf að keyra á sama fólkinu. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að taka þátt og veðrið virðist svo sannarlega ekki ætla að svíkja okkur,“ segir Hjördís, sem biðlar hér til áhugasamra einstaklinga. Nánari upplýsingar fást gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar