Knattspyrna: KFA gerði sitt en Höttur/Huginn ekki

Knattspyrnufélag Austfjarða leikur áfram í annarri deild knattspyrnu eftir að hafa orðið undir á markahlutfalli í baráttunni um að komast upp. KFA vann Sindra örugglega í sínum síðasta leik en það skipti ekki máli þar sem Höttur/Huginn var engin fyrirstaða fyrir keppinautana í ÍR.

Lykilleikur KFA var þó um síðustu helgi þegar liðið tapaði fyrir ÍR á útivelli. Með þeim leik náði ÍR KFA að stigum og komst yfir á markahlutfalli, þar sem munaði fimm mörkum.

Það þýddi að fyrir lokaumferðina mátti ÍR ekki vinna Hött/Huginn á Egilsstöðum eða KFA varð að vinna Sindra, sem var fallinn, með sex mörkum meira á Reyðarfirði. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta ekki, þrátt fyrir heiðarlega tilraun KFA.

Sagan hefði kannski orðið önnur ef KFA hefði nýtt þann fjölda færa sem liðið skapaði í fyrri hálfleik. Í honum skoraði liðið aðeins eitt mark, Danilo Milenkovic setti það á 19. mínútu.

ÍR komst hins vegar yfir strax á 8. mínútu og var í hálfleik 0-3 yfir. Miðað við það þurfti KFA að bæta við 8 mörkum og vinna 9-0.

KFA hélt áfram að reyna. Marteinn Már Sverrisson skoraði á 48. og 55. mínútu. En sóknarþungi KFA þýddi að svæði opnuðust fyrir Sindra í skyndisóknum og úr einni slíkri skoruðu Hornfirðingar á 68. mínútu. Á sama tíma var ÍR búið að skora sitt fjórða mark.

KFA hélt áfram. Milenkovic skoraði á 81. mínútu og Marteinn Már kláraði þrennuna með marki úr víti á þriðju mínútu uppbótartíma. En það dugði ekki, KFA hefði þurft að vinna 12-1 því ÍR skoraði sitt fimmta mark í uppbótartíma.

Liðin enduðu bæði með 41 stig en ÍR var með 27 mörk í plús meðan KFA var með 21. Höttur/Huginn varð í 6. sæti með 33 stig.

Einherji mætti aftur til leiks í annarri deild kvenna en sem kunnugt er fórst Violeta Mitul, leikmaður liðsins, af slysförum fyrir tveimur vikum. Einherji fór til Húsavíkur á föstudag og vann þar Völsung 0-1. Paula Lopez Ruiz skoraði markið á 89. mínútu.

Úrslit annarra leikja þýða að Einherji fer ekki upp um deild. Liðið á hins vegar eftir einn leik, á heimavelli gegn Álftanesi en þeim leik var frestað vegna andlátsins. Ekki er búið að staðfesta hvenær sá leikur verði spilaður.

Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0009 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0010 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0012 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0015 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0022 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0025 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0036 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0042 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0050 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0052 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0056 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0058 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0061 Web
Fotbolti Kfa Sindri Sept23 0062 Web
Fotbolti Hottur Ir Sept23 0037 Web
Fotbolti Hottur Ir Sept23 0012 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.