Knattspyrna: Höttur/Huginn áfram í bikar eftir sigur á Spyrni

Höttur/Huginn er kominn í aðra umferð bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 5-0 sigur á Spyrni í Héraðsslag á föstudag.

Í grófum dráttum má lýsa Spyrni sem B-liði Hattar/Hugins, það er gjarnan skipað yngri leikmönnum sem bíða þess að fá tækifæri með aðalliðinu. Liðin hafa þó sjaldan mæst í keppnisleikjum.

Miðað við þessar forsendur var Hattar/Hugins liðið sigurstranglegra fyrri leikinn. Spyrnir hélt þó hreinu fram að leikhlé, en leikurinn fór nær allur fram á vallarhelmingi þess.

Það var Heiðar Logi Jónsson sem kom Hetti/Huginn yfir á 51. mínútu. Rafel Llop Cabelle bætti við tveimur mörkum með góðum skotum áður en þeir Kristófer Einarsson og Ívar Logi Jóhannsson skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Höttur/Huginn mætir Völsungi á laugardag. Þá hefur KFA einnig keppni með leik gegn Þór Akureyri. FHL á síðan tvo leiki í Lengjubikar kvenna í Reykjavík um næstu helgi.

Mynd: Unnar Erlingsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.