Höttur tapaði seinasta leiknum og Þróttur undanúrslitunum

Körfuknattleikslið Hattar tapaði lokaleik sínum í 1. deild karla fyrir Þór Þorlákshöfn. Kvennalið Þróttar í blaki féll úr leik í undanúrslitum.

 

ImageEftir að hafa tryggt sæti sitt í deildinni að ári með þremur sigrum í seinustu fjórum leikjum tapaði Höttur 67-82 í lokaumferðinni fyrir Þór Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Höttur lauk tímabilinu í sjötta sæti með fjórtán stig.

Þróttur féll úr leik í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki á laugardag þegar liðið tapaði fyrir HK í þremur hrinum, 13-25, 23-25 og 18-25. HK vann síðan KA í úrslitum.

Þróttur leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppni 1. deildar á miðvikudag þegar liðið tekur á móti KA í Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.