Fimleikadeild Hattar: Frábær árangur á afmælisárinu - Myndir

Iðkendum fimleikadeildar Hattar hefur gengið afar vel í vetur en deildin fagnar í ár þrjátíu ára afmæli sínu. Fyrir skemmstu voru iðkendur deildarinnar hylltir á fimleikasýningu.


Í lok febrúar var haldið bikarmót unglinga í hópfimleikum sem fór fram í húsakynnum Gerplu í Kópavogi. Höttur mætti þangað með 6 keppnislið, alls 60 þátttakendur. Árangur félagsins var framar björtustu vonum og komu þau heim með 2 bikarmeistaratitla, 1 gullverðlaun, 1 silfurverðlaun,1 bronsverðlaun auk þess var yngsta keppnisliðið stigahæst í sínum flokki.

Samstarf er milli fimleikadeildar Hattar og fimleikadeildar Sindra á Höfn í meistaraflokki í hópfimleikum, hópurinn telur 11 stúlkur sem hafa sótt tvö mót eftir áramótin og höfnuðu þær í 2 og 3 sæti í B-riðli.

Það telst mjög góður árangur hjá svo litlu félagi, sem situr ekki við sama borð og flestir keppinautar sínir hvað æfingaaðstöðu varðar. Auður Vala yfirþjálfari segir að mikilvægast hafi verið að keppendur voru vel stemmdir, ákveðnir í að gera sitt besta og framkvæmdu sínar æfingar vel, með bros á vör.

„Þjálfarar deildarinnar séu líka algjörir snillingar. Þar eru hæfileikaríkir krakkar sem rífa deildina áfram og góð samvinna ríki á milli þjálfara, sem er grunnur að góðum árangri. Ekki má gleyma aðkomu foreldra að starfinu, en þeirra framlag er mikilvægt.“

Í ár fagnar fimleikadeild Hattar 30 ára afmæli, en deildin var formlega stofnuð árið 1986 af þeim Hólmfríði Jóhannsdóttur og Unnari Vilhjálmssyni, sem einnig voru fyrstu þjálfarar deildarinnar. Síðustu ár hefur fimleikadeildin lagt áherslu á hópfimleika og heldur úti 7 hópfimleikaliðum í 6 flokkum og eru iðkendur á aldrinum 9- 18 ára.

Liðin keppa öll á mótum Fimleikasambands Íslands í vetur. Deildinni hefur vaxið ásmegin í áranna rás og er nú sú deild innan Hattar sem hefur flesta iðkendur, alls 280 talsins, ef með eru taldir yngstu iðkendurnir, en deildin heldur úti fimleikaskóla fyrir allra yngstu börnin.

Yfirþjálfari deildarinnar er Auður Vala Gunnarsdóttir og hefur hún haldið utan um starf deildarinnar undanfarin 15 ár en hún hefur með sér 19 þjálfara og aðstoðarþjálfara.

Mikil gróska hefur verið í íþróttalífinu á Fljótsdalshéraði og er framboð til íþróttaiðkunar barna mjög mikið miðað við íbúatölu sveitarfélagsins. Þeir tímar sem í boði eru í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum eru því umsetnir og komast færri þar að en vilja.

Fimleikadeildin fer ekki varhluta af plássleysinu frekar en aðrar deildir félagsins. Íþróttinni fylgja mikil og stór áhöld sem iðkendur og þjálfarar þurfa að setja upp fyrir hverja æfingu og ganga frá, en þann tíma þarf að taka af æfingartíma barnanna.

Einnig er sú aðstaða sem er í íþróttamiðstöðinni ekki miðuð að starfsemi fimleika og fylgir því óumflýjanlega aukin áhætta fyrir iðkendur og þjálfara. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um mikilvægi þess að íþróttamiðstöðin verði stækkuð, það myndi hafa jákvæð áhrif, fyrir starf fimleikadeildarinnar og aðrar deildir félagsins.

Fimleikasyning Hottur Mars16 0002 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0007 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0015 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0019 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0021 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0023 Wweb
Fimleikasyning Hottur Mars16 0030 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0036 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0055 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0059 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0062 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0074 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0078 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0083 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0086 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0088 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0093 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0101 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0108 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0116 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0125 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0136 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0145 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0153 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0156 Web
Fimleikasyning Hottur Mars16 0186 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.