Eva Dögg og Hjalti Þórarinn í þriðja sæti Íslandsglímunnar

islandsglima_2013_mfl.jpg
Eva Dögg Jóhannsdóttir og Hjalti Þórarinn Ásmundsson urðu í þriðja sæti Íslandsglímunnar sem haldin var á Selfossi um síðustu helgi.
 
Eva Dögg lagði Margréti Rún Rúnarsdóttur úr Herði á Ísafirði í úrslitaglímu um bronsið í kvennaflokki en þar er keppt um Freyjumenið. Heimakonan Marín Laufey Davíðsdóttir vann það þriðja árið í röð.

Í karlaflokki var glímt um Grettisbeltið. Þar varð Hjalti Þórarinn Ásmundsson í þriðja sæti með átta vinnina. Pétur Eyþórsson, Ármanni, vann beltið í áttunda sinn.

Eva Dögg og Hjalti æfa bæði með glímudeild Vals á Reyðarfirði en keppa undir merkjum UÍA. Frá sambandinu tóku einnig þátt Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Magnús Karl Ásmundsson og Hjörtur Elí Steinþórsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.