Blak: Þróttur á toppnum um jólin

throttur_hk_blak_april12_0053_web.jpg
Þróttur heldur upp á jólin í efsta sæti fyrstu deildar kvenna í blaki. Liðið lagði Stjörnuna um helgina í Neskaupstað.

Þróttur vann leikinn örugglega, 3-0 í hrinum sem fóru 25-15, 25-20 og 25-19. Elma Eysteinsdóttir var stigahæst í liði Þróttar með 17 stig og Lauren Laquerre skoraði þrettán.

Þróttur er efst í deildinni með 21 stig eftir sjö leiki, fullt hús stiga. Liðið hefur keppni aftur 4. janúar og leikur þá helgi tvo leiki syðra, gegn Aftureldingu og Ými.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.