Íþróttir helgarinnar: Höttur heldur átta stiga forskoti

karfa hottur breidablik jan15 0020 webHöttur heldur átta stiga forskoti á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Skagamönnum í gær. Karlalið Þróttar vann Aftureldingu á föstudagskvöld og Fljótsdalshérað komst örugglega áfram í Útsvari.

Hattarmenn höfðu nokkuð örugg tök á leiknum gegn ÍA á Akranesi í gærdag. Það var rétt í byrjun leiks sem heimamenn börðust um en gestirnir voru yfir eftir fyrsta fjórðung 14-19.

Þeir voru síðan með öll völd í öðrum leikhluta og yfir 30-47 í hálfleik. Sá munur hélst út þriðja leikhluta, að honum loknum var staðan 49-64 og Höttur vann að lokum 73-83.

Tobin Carberry var sem fyrr stigahæstur Hattarmanna með 33 stig og hirti 17 fráköst. Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 16 stig og Hreinn Gunnar Birgisson 15.

Höttur er með 8 stiga forskot á FSu sem á tvo leiki til góða.

Karlalið Þróttar spilaði tvo leiki syðra um helgina. Sá fyrri var gegn Aftureldingu á föstudagskvöld og þann leik vann Þróttur 0-3 eða í hrinum 19-25, 18-25 og 22-25.

Liðið spilaði gegn toppliði HK á laugardag og tapaði 3-1, í hrinum 25-22, 25-17, 22-25 og 25-11.

Eftir leiki helgarinnar er Þróttur í þriðja sæti með 18 stig, stigi minna en Stjarnan í öðru sæti og fimm stigum frá KA í fjórða sæti. Bæði Stjarnan og KA eiga hins vegar leiki inni á Þrótt.

Fljótsdalshérað er komið áfram í spurningakeppninni Útsvari eftir 93-53 sigur á Árborg á föstudagskvöld. Fljótsdalshérað var undir eftir bjölluspurningar en byggði upp forustu með frábærum leik og að ná valflokkaspurningum af Árborg.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.